24.11.2007 | 17:42
Mánuður til jóla
Í von um að vinkonur mínar (nú eða bara einhver þarna úti) vilji heimsækja mig, þá tilkynnist hér með að ég er baka fyrstu smákökurnar. Það eru smákökur eins og Gunna frænka gerði, með vanhnetum og súkkulaði.
Hér komu konur í vikunnu og færðu Eymundi Ás glæsilega gjöf, það er Pleisteisjon tölva sem ku vera númer þrjú. Það var fallegt af þeim blessuðum en ég vona að fari ekki fyrir mér eins og Skrám þegar jólasveinninn ætlaði sér að gleðja hann með gjöfum í skóinn. Nú sitja feðgarnir límdir í einhverjum bílaleik með tilheyrandi hávaða og látum.
Athugasemdir
Elskulega Sigríður. Það kemur mér ekki á óvart að Helgistundin hafi góð áhrif á þig, ætti að vera til á hverju heimili á Íslandi, er að byrja að kynna diskinn hér í Danaveldi. Ég var líka að baka í dag, ekki smákökur heldur snúða sem renna ljúflega niður í prestinn sem vex og dafnar á alla lund. Vonandi gengur allt vel hjá ykkur og við hittumst heil á aðventu. Kv. Þuríður.
Þuríður (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.