17.11.2007 | 23:58
Á degi íslenskrar tungu
Á degi íslenskrar tungu hvatti Herra Sigurbjörn fólk til að gefa sér tíma til að kveða að orðunum og kenna börnunum vers. Oddur er fyrsta barnabarn foreldra minna og ég man hvað við Kári vorum stolt af honum þriggja ára gömlum, þegar hann fór með þessa gömlu vísu:
Nú er hlátur nývakinn,
nú er grátur tregur.
Nú er ég kátur nafni minn
nú er ég mátulegur.
Ég held að hún sé eftir Jónas, man ég það ekki rétt?
Í Akraskóla til forna máttum við læra ljóð utan að. Mér fannst það ótrúlega létt (jafn létt og mér fannst erfitt að prjóna og sauma út). Mín kynslóð kann ósköp fá ljóð en amma heitin, hún kunnu reiðarinnar bísn af ljóðum, þulum, versum og allskonar kveðskap. Nútíminn setur allt sitt traust á Google.
Athugasemdir
Mér þótti lika létt að læra ljóð, sérstaklega þessi stuttu.
Það að prjóna eða sauma út er bara ekki fyrir alla Sigga mín. Komst að því mér til skelfingar um daginn þegar mér var boðin innganga í saumaklúpp að þær hittast raunveruelga til þess að vinna handavinnu
góð kveðja neðan úr bæ
Guðný
Guðný Jóhannesdóttir, 19.11.2007 kl. 10:52
Eru börn ekki látin læra ljóð utanbókar í dag?? Man að mér gékk þetta skelfing illa og var alltaf alveg við það að missa af Dallas og mamma skildi ekkert í þessari tregðu í barninu þar sem hún er límheili á ljóð!!
Edda (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:55
Gaman að rekast á bloggið þitt. Já, Sigríður amma þín var eftirminnileg og einstök kona. Hún var mér afar góð. Sé hana alltaf fyrir mér á leið í gamla reykhúsið með Lappa gamla á hælum sér. Skilaðu góðri kveðju heim í Flatatungu.
Ragnar Hólm Ragnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:46
Ja, hérna. Við Ragnar Hólm höfum aldrei hist svo ég viti til en líklega alltaf vitað af tilvist hins. Og nú hittumst við í netheimum. Alveg er þetta magnað.
Sigríður Gunnarsdóttir, 21.11.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.