16.11.2007 | 10:34
Arnaldur er frábær
Óvenju skemmtilegur dagur í gær að því leytinu til að ég heyrði í þremur vinkonum mínum sem ég hef ekki heyrt frá mjög lengi.
Fjölskyldufaðirinn skrapp til Danmerkur í helgarferð með hestinum í lífi sínu, honum Krafti. Ætla þeir félagarnir að sýna Dönunum einhver mögnuð atriði á kennslusýningu í Vilhelmsborg. Sú borg ku vera nálægt Árósum. Áður en Tóti fór var endurnýjuð samþykkt frá í fyrra um að kaupa eina jólabók fyrir jól. Arnaldur er á forgangslista og um ellefu leytið í gærkvöldi fékk ég svohljóðandi sms: Arnaldur er frábær.
Athugasemdir
Ég hlakka mikið til að lesa Arnald og hann er hér á þessu heimili eftstur á lista (Nýja Biblían komin í hús sko ).
Sunna Dóra Möller, 16.11.2007 kl. 10:43
Hlakka líka til að lesa Arnald, en í núinu er ég meira spenntur að vita hvaða dag og klukkan hvða húsbóndinn ætlar að sýna Kraft í Vilhelmsborg.
Þetta er í næsta nágreni við mig.
Hefur þú meiri upplýsingar?
Rúnar Birgir Gíslason, 16.11.2007 kl. 11:09
Hér á bæ hefur sams konar samþykkt hefur gengið í gegn. Arnaldur verður keyptur fyrir jól. Hins vegar hefur enn ekki verið skorið úr um hver fær að byrja á bókinni, en væntanlega mun innan tíðar hefjast spennandi samningalota. En við erum svo séð hjónin (nennum ekki að rífast um það sama fyrir hver jól, frekar eitthvað nýtt þá) að hafa einnig komið okkur saman um mótvægisaðgerðir sem felast í því að festa einnig kaup á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson. Nýja Biblían er að sjálfsögðu komin í hús og ég ákvað að lesa hana í þetta sinn frá upphafi til enda, smá kafla á hverju kvöldi meðan ég gef Hallgrími brjóst, þannig að hann fái Guðs orð með móðurmjólkinni. Reyndar erum við ekki komin lengra en í 4M, hvar Móse stendur í snarpri deilu við Drottinn vegna vesenis á fólkinu sem hann fékkst með semingi til að leiða út úr Egyptalandi. Verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman;)
Ninna Sif (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 12:03
Mig grunar Rúnar að þetta sé aðallega fyrir fagnörda, ég veit ekki mikið um þetta annað en þetta er á sunnudaginn. Kannski finnur þú eitthvað hér: http://www.vilhelmsborg.dk/
Sigríður Gunnarsdóttir, 16.11.2007 kl. 19:31
Sama hér ... Arnaldur er á óskalistanum. Tók forskot á sæluna, fékk bókina hjá sessunaut mínum í flugvélinni út til USA. Náði að lesa fyrstu 100 blaðsíðurnar og er VIRKILEGA spennt að lesa meira ..... hvenær sem það verður nú!
Inga Heiða (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 22:59
Fann eitthvað um þetta, þó ég hafi gaman af að horfa á Tóta ríða út þá hef ég ekki efni á að borga 300 dkr á mann til þess að gera það.
Það verður bara seinna.
Rúnar Birgir Gíslason, 16.11.2007 kl. 23:23
Hvurslags okur er þetta? Hestamennska er sport hinna ríku
Sigríður Gunnarsdóttir, 17.11.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.