Heim á ný

Mikið skelfing er alltaf gott að koma heim úr henni Reykjavík. Við drifum okkur á hestamannahátíð og eins og oft áður fékk Tóti verðlaun og var valinn knapi og íþróttaknapi ársins. Hann er vel að því kominn strákurinn, en til öryggis var ég búin að útnefna hann knapa ársins í Jöklatúni áður en við fórum að heiman. En þetta fór allt saman ágætlega fram.
Börnin okkar voru í góðu yfirlæti í Flatatungu. Eymundur Ás grét þegar ég kom að sækja þau. Ég er löngu hætt að taka það nærri mér en félagsskapur fjölskyldunnar í Tungu verður ekki toppaður að mati Ássins.
Setti inn myndir frá helginni fyrir áhugasama..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að allir séu hressir og kátir.  Hamingjuóskir til Tótans.

Inga Heiða (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 12:49

2 identicon

Til hamingju með karlinn

Anna Birna (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:49

3 identicon

Til lukku með bóndann. Sá hann einmitt í fréttunum áðan :)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:15

4 Smámynd: Eyþór Árnason

Flott. Til hamingju. Bið að heilsa í Tungu.

Eyþór Árnason, 13.11.2007 kl. 23:07

5 identicon

haha knapinn í túninu haha. Veit varla hvað málsháttur nær yfir þetta. En til hamingju með manninn. Flott mynd af ykkur!

Sobba (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 08:20

6 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Til hamingju með bóndann hann er svo sannarlega vel að þessu komin og að baki hvers einstaklings er oftar en ekki frábær maki

Guðný Jóhannesdóttir, 14.11.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband