Létt helgi og léttmessa

Það er fríhelgi framundan, alveg fram á sunnudagskvöld kl.20 en þá vindum við okkar kvæði í kross og höfum léttmessu. Nafna mín, stórsöngkonan, Anna Sigga Helgadóttir kemur í heimsókn og leiðir söng í messunni og Björn Björnsson sem er mjög léttur í lund, flytur hugleiðingu. Ég skelli messuauglýsingu hér inn af því að ég á von á aukinni umferð um síðuna. Ekki skyldi vanmeta mátt fjölmiðlanna.

Farið varlega og hafið það gott um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hljómar vel og skemmtilega! Það er alltaf gaman í léttmessum og ég tala nú ekki um með svona gott tónlistarfólk!

Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 20:52

2 identicon

Vildi gjarnan vera nær þér og þessari léttmessu.  Bið að heilsa Önnu Siggu, er það ekki annars örugglega söngstýra Fríkirkjunnar, kynntist hennar frábæra persónluleika á niðurlægingartímanum í Fríkirkjunni hér um árið.

ástarkveðja til stóru systu og allra.  Salla

Ursula Arnadottir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband