18.10.2007 | 10:59
Einsi kaldi
Ein af mínum fjölmörgu lukkum í lífinu er að eiga þrjá bræður. Þeir eru mestu krútt og einu sinni sem oftar átti ég tal við þann elsta í gærkvöldi. Ákvað að deila smá broti af því með umheiminum:
Ég: Jóhanna Marín (kórstjóri) spurði hvort að ég vildi koma í kór (sagt með pínu stolti)
Einar: Já, var það kór eldri borgara?
Ég (ákvað að skipta um umræðuefni): Tóti er kominn á jeppann.
Einar: Hvaða gerð er það?
Ég: Chevy Silverado, árg.2006
Einar: Nú, keypti hann ekki nýjan? Kaupir bara gamalt drasl..
Athugasemdir
Já, Sigga mín. Í fyrsta lagi ertu nú orðin soldið gömul (allavega miðað við mig :-)) Í öðru lagi þá er bíllinn ekki GLÆNÝR, það sér hver heilvita maður.... En spurðu Einar næst hvað hann og bíllinn hans eru gamlir, einhvernveginn reikna ég með því að svarið gæti komið honum á óvart..... Og líttu á björtu hliðarnar, þú átt allavega samtöl við bræður þína, það er ansi langt síðan bróðir minn hringdi í mig til að segja mér hvað ég væri gamaldags
Elka (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 22:58
Já... það er sko gott að eiga góða að ;o) Þá er maður aldrei einn
Gunna (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.