6.10.2007 | 14:09
Vilji er allt sem þarf eða hvað?
Mér varð flökurt í Skaffó í gær. Er ekki að meika innmat. Ástæða fyrir því að ég er ekki kjötiðnaðarmaður. Reyndi samt að bera mig vel en er ekki viss um hafa tekist vel upp. Ég er dálítið nálhrædd en frekar góðhjörtuð. Því fór ég fyrir mörgum árum og ætlaði að gefa blóð. Fyrst ætlaði blóðið aldrei að renna úr mér í pokann. Mér leið ágætlega meðan á þessu stóð. Er mér svo litið á blóðpokann og nálina í þann mund sem ég sest upp og lengra upp komst ég ekki. Steinleið yfir mig og ég ætlaði aldrei að komast á lappirnar aftur. Heimsóknin í Blóðbankann tók um þrjá klukkutíma. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar mig kígjaði svona rækilega við mör og vömbum eða hvað sem þetta innvols heitir. Og það er enn í pakkningunum. Get ég eða get ég ekki tekið slátur? Það er spurning.
Fyrsti snjórinn kom í nótt. Allt orðið hvítt og eins og alltaf er Sigríður á sumardekkjunum, gatslitnum, í fyrstu snjóum.
Athugasemdir
Hvaða, hvaða, þú ruslar þessu af eins og ekkert sé. Þetta er bara eins og að drullumalla. Persónulega finnst mér nýrun skemmtilegust, þau eru svo fyndin í laginu, haha...
Alma (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 21:18
Alma, oj. Nýru æti ég ekki á friðartímum.
Sigríður Gunnarsdóttir, 6.10.2007 kl. 23:25
Alltaf kemur hún Alma á óvart......
Gunna (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.