30.8.2007 | 21:22
Berin blá
Skyldu berin hafa frosið? Það er soldið ég að vera ekki búin að fara í berjamó en hugsanlega kemst ég á laugardaginn. Berjatíminn minnir mig alltaf á Gunnu frænku og reyndar fjölmargar aðrar konur sem rennur á berjabrjálæði á haustin. Svo þekki ég marga karla sem fá annarskonar brjálæði á haustin, gangnabrjálæði og það væri efni í annan pistil.
Í gamla daga fór Gunna um allt norðurland og leitaði berja. Hún tíndi ekki í minni ílát en tíu lítra fötur. Ég man eftir okkur Knúti sitjandi við eldhúsborðið í Vinaminni og skófla í okkur berjum með rjóma og sykri. Kobbi frændi okkar horfði á og lék sér að spengja ber, honum fannst rjómi vondur. Alltaf verið skrítinn hann Kobbi.
Í gamla daga fór Gunna um allt norðurland og leitaði berja. Hún tíndi ekki í minni ílát en tíu lítra fötur. Ég man eftir okkur Knúti sitjandi við eldhúsborðið í Vinaminni og skófla í okkur berjum með rjóma og sykri. Kobbi frændi okkar horfði á og lék sér að spengja ber, honum fannst rjómi vondur. Alltaf verið skrítinn hann Kobbi.
Athugasemdir
Er í sömu vandræðum. Langar svoooo að eiga ber í ísskápnum en finn ekki tíma eða nenni ekki út í rigningunni. Okkur tekst þetta vonandi fyrir rest.
Gugga (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 22:39
Sælar frú mín góð. Ég á nú enn ber í frysti frá því í fyrra! Segir eh um hagsýni mína sem er hérum bil enginn! En ekki veit ég hvort berin eru frosin í haganum en allavega frusu kartöflurnar í þykkvabænum! Maður spyr sig!
Sobba (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 08:24
Já sælar
Mikið eru þið miklar húsmæður.... Mér finnst ber rosalega góð en mér finnst alveg herfilega leiðinlegt að týna ber.. get svo sem gleymt mér sitjandi í náttúrunni, en það gengur einhvernveginn aldrei neitt að týna hjá mér.... sennilega af því að það fer að mestu í munninn ;o)
En mér finnst þið allavega frábærar, bestu kveðjur í fjörðinn
kveðja
Gunna
Gunna (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.