25.8.2007 | 01:01
Lækir lifandi vatns
Gott er að vera til síns heima eftir viðburðaríka viku í Vatnaskógi. Fermingarbörnin eru yndisleg, hipp og kúl og mestu krútt. Lýst afar vel á þau. Einn drengurinn sagði að mamma sín hefði sagt að ætti að afdjöfla hann á fermingarnámskeiðinu og það er ekki fjarri lagi, við prestarnir tróðum guðsorði og kristinni siðfræði í ungdóminn, á hverjum degi og oft á dag og sungum með þeim messur, fórum með borðbænir og enduðum svo daginn á að fara með gömlu kvöldversin á rúmstokknum. Það rigndi í skóginum en þar runnu líka lækir lifandi vatns.
Hitti konu sem benti mér að hægt sé að kaupa ístertu frá Kjörís með TURTLES mynd! Guð blessi hana, styttist nú í afmælistíðir hér í túninu en fátt lætur mér verr en baka fígúrukökur í afmæli.
Verð að embætta um helgina en ætla að reyna komast í berjamó með börnin ef viðrar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.