Börnin mín ung og smá

Sæl, sæl (ég heilsa að hætti Sigga Sæm)
Hún Þórgunnur Þórarinsdóttir er byrjuð í leikskóla eftir tveggja daga aðlögun. Henni fannst aðlögunin alltof stutt og ég þurfti að bera nauðviljuga út af lóðinni í gær og fyrradag. Í morgun var ég bara kysst bless og beðin að fara. Skrápurinn harðnar með árunum, ég man að það var ég sem grét á Brúsabæ þegar Eymundur Ás vinkaði bless og vildi vera í leikskólanum einn og án móður sinnar, rétt tæplega eins árs. Þórgunnur er þó að verða tveggja og búin að vera hjá dagmömmu. Ég er innilega þakklát fyrir leikskólana, þar er unnið frábært staf sem ekki er greitt fyrir sem skyldi. Hvar værum við útivinnandi mæður án leikskóla?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og feður sr. Sigríður!

siddi (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Jú, mikið rétt, flest börn eiga líka feður:-)

Sigríður Gunnarsdóttir, 20.8.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband