15.8.2007 | 12:21
Bæði betra
Öll ævintýri taka enda. Nú er fjölskyldan sameinuð á ný í Túninu heima eftir að hafa víða ratað. Gott að vera í hlýjunni þar syðra en þó enn betra að koma heim og láta norðanáttina herða upp í sér.
15.8.2007 | 12:21
Öll ævintýri taka enda. Nú er fjölskyldan sameinuð á ný í Túninu heima eftir að hafa víða ratað. Gott að vera í hlýjunni þar syðra en þó enn betra að koma heim og láta norðanáttina herða upp í sér.
Athugasemdir
Velkomin heim aftur eftir mikla frægðarför til Hollands. Það er búið að óska mér svo mikið til hamingju að ég get rétt ímyndað mér hamingjuóskirnar til ykkar. Ætla samt að bæta aðeins á þær. Til hamingju Sigga mín með flinka manninn þinn og til hamingju Þórarinn með duglegu konuna þína.
Sólin heldur áfram að skína hérna í höfuðborginni en núna er ég hætt allri útiveru..... í bili.....
Ásta (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:59
Til hamingju með allt saman, kæru hjón :) Ótrúlega líður tíminn hratt, mér finnst þú vera nýfarin út og svo komin aftur! Ja hérna ... vonandi gengur vel að finna bestu au-pair í heimi. Ég kemst því miður ekki núna, skólinn og vinnan kalla :)
Inga Heiða (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 09:35
Tek undir með hamingjuóskir til ykkar beggja og barnanna líka! Við erum öll montin af ykkur hér á ykkar svæði.
kv.
pökari (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.