27.7.2007 | 23:33
Leitað vítt og breitt
Er búin að steikja mig á allskyns au-pair síðum og horfa á óteljandi myndir af brosandi yngismeyjum sem vilja passa börn fjarri heimaslóðum. En fæstar vilja koma upp á Frón, Bandaríkin virðast vera fyrirheitna landið. Setti inn mynd af börnunum mínum sem ætti að geta brætt kaldan klaka. Sjáum hvað setur, kannski Inga Heiða rifji upp gamla takta og flytji til okkar? Þá gæti hún látið sinn gamla draum um söng í kirkjukór rætast, svona í leiðinni.
Athugasemdir
Þú segir nokkuð! Þarna fengi ég annað aupair tækifæri, gæti sungið í kirkjukór og við gætum skrifað söngleikinn eins og við höfðum ætlað okkur að gera saman. Hvar er umsóknareyðublaðið?
Inga Heiða (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.