26.7.2007 | 23:32
Komin heim í leit að ró..
Þakka allar góðar óskir, ekki veitir mér nú af:-) Hef eytt kvöldinu í að skoða auglýsingar frá stúlkum sem vilja gerast au-pair í öðrum löndum. Er mest að spá í að fá mér rússneska au-pair, þær eru oftast eldri en gengur og gerist í bransanum og trúlega ekki spilltar af dekri og vestrænu góðæris þunglyndi. Eða hvað veit maður? Ég sem aldrei hef getað hugsað mér að fá "ókunnuga" manneskju inn á heimilið nema nokkra klukkustundir í senn. Enn verð ég að éta hattinn mitt og ekki í fyrsta sinn.
Við hjónum eyddum rúmum sólarhring í höfuðborginni í allslags útréttingum. Heilmikið bras að vera hestamaður en keyrir fyrst um þverbak þegar búið er að dubba hestamanninn upp í landsliðið. En það gengur yfir eins og annað, skyldi maður ætla. Knapar og hestar fara út á mánudaginn og við aðstandendur viku síðar. Það verður voða voða gaman. Meðan við vorum í bænum hélt ungviðið ömmu sinni, afa og Halla við efnið í bústað í Munaðarnesi (Happyness).
Nú eru allir þreyttir eftir ferðalagið og fegnir að komast heim til sín. Við fórum lengri leiðina heim með viðkomu á skeiðleikum á Selfossi. Tóti var hrikalega svalur og vann báðar greinarnar sem hann skráði í. Hitti gamla (eða unga?) kunningja, hana Eddu Hlíf sem er nákvæmlega tíu árum yngri en ég og unir hag sínum vel austur í Landeyjum, ástfangin af hobbýbónda með hundrað hross og hann Silla, sem átti að reikna út arðsemi í hestamennsku og eyddi heilu sumri í þá útreikninga. Silli komst fljótlega að það væri miklu skemmtilegra að ríða út í Hjaltadalnum en sitja inni og reikna flókin dæmi. Nú er Silli lánastjóri hjá Glitni á Selfossi, mikið hlýtur það að vera skemmtileg vinna á tímum þegar allir fá lá fyrir öllu eða svo gott sem. Ókum eftir kappreiðarnar sem leið lá upp í Borgarfjörð og tókum hús á þeim heiðurshjónum í Bakkakoti sem töldu ekki eftir sér að hýsa skeiðhryssuna Ester, sameign þjóðarinnar, eina nótt. Þau eru höbbðingar heim að sækja en bóndinn er ættaður úr Lýdó, náskyldur Ingimar í Sjóvá og Siffa Snorra.
Yfir og út..
Við hjónum eyddum rúmum sólarhring í höfuðborginni í allslags útréttingum. Heilmikið bras að vera hestamaður en keyrir fyrst um þverbak þegar búið er að dubba hestamanninn upp í landsliðið. En það gengur yfir eins og annað, skyldi maður ætla. Knapar og hestar fara út á mánudaginn og við aðstandendur viku síðar. Það verður voða voða gaman. Meðan við vorum í bænum hélt ungviðið ömmu sinni, afa og Halla við efnið í bústað í Munaðarnesi (Happyness).
Nú eru allir þreyttir eftir ferðalagið og fegnir að komast heim til sín. Við fórum lengri leiðina heim með viðkomu á skeiðleikum á Selfossi. Tóti var hrikalega svalur og vann báðar greinarnar sem hann skráði í. Hitti gamla (eða unga?) kunningja, hana Eddu Hlíf sem er nákvæmlega tíu árum yngri en ég og unir hag sínum vel austur í Landeyjum, ástfangin af hobbýbónda með hundrað hross og hann Silla, sem átti að reikna út arðsemi í hestamennsku og eyddi heilu sumri í þá útreikninga. Silli komst fljótlega að það væri miklu skemmtilegra að ríða út í Hjaltadalnum en sitja inni og reikna flókin dæmi. Nú er Silli lánastjóri hjá Glitni á Selfossi, mikið hlýtur það að vera skemmtileg vinna á tímum þegar allir fá lá fyrir öllu eða svo gott sem. Ókum eftir kappreiðarnar sem leið lá upp í Borgarfjörð og tókum hús á þeim heiðurshjónum í Bakkakoti sem töldu ekki eftir sér að hýsa skeiðhryssuna Ester, sameign þjóðarinnar, eina nótt. Þau eru höbbðingar heim að sækja en bóndinn er ættaður úr Lýdó, náskyldur Ingimar í Sjóvá og Siffa Snorra.
Yfir og út..
Athugasemdir
Aldeilis nóg um að vera hjá fjölskyldunni. Óska Tóta góðrar ferðar og góðs gengis! Gangi þér sömuleiðis vel í au-pair reddingum. Manstu hvað það átti einstaklega vel við okkur frænkur að vera au-pair ?? hahaha Sjáumst vonandi um Verzló! Love, Inga Heiða ex-au pair.
Inga Heiða (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.