15.7.2007 | 21:30
Klukk..
Sunna Dóra, prestfrúin í hlutastarfi, klukkaði mig. Hér koma játningarnar átta. Ætla ekki að vera með nein frávik frá því almenna eða ljósra upp leyndarmálum.
1. Ég er ljóshærð.
2. Ekkert hefur breytt lífi mínu jafn mikið og börnin mín tvö.
3. Ég treysti oft á eigið innsæi því það hefur reynst mér vel.
4. Ég er lang oftast heppin (t.d. þegar ég bakkaði á ljósastaur um daginn; þá bakkaði ég á með kúlunni og skemmdi bílinn ekki neitt.)
5. Mér finnst mótaskrá LH stundum stjórna lífi mínu um of.
6. Ég er veik fyrir bókum, sérstaklega krimmum, þó mér finnist það ekki mjög kristilegt
7. Ég er sælkeri.
8. Ég trúi.
1. Ég er ljóshærð.
2. Ekkert hefur breytt lífi mínu jafn mikið og börnin mín tvö.
3. Ég treysti oft á eigið innsæi því það hefur reynst mér vel.
4. Ég er lang oftast heppin (t.d. þegar ég bakkaði á ljósastaur um daginn; þá bakkaði ég á með kúlunni og skemmdi bílinn ekki neitt.)
5. Mér finnst mótaskrá LH stundum stjórna lífi mínu um of.
6. Ég er veik fyrir bókum, sérstaklega krimmum, þó mér finnist það ekki mjög kristilegt
7. Ég er sælkeri.
8. Ég trúi.
Athugasemdir
Agalega varstu heppin að klukka staurinn bara með kúlunni Þekki eina sem skrapp inn í búð, á meðan ákvað bíllinn (með sjálfstæðan vilja) að smellkyssa ljósastaur feitan og mikinn koss. Stórsá á báðum eftir þann koss
Guðný (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.