Útilega - og hestar

Í kvöld skal skunda á Dalvík og fylgjast með Íslandsmóti í hestaíþróttum. Hlakka til að hitta vini og kunningja, horfa á hesta og sofa í tjaldi. Gæti reyndar skrifað langa færslu um þá árlegu lífsreynslu að tjalda Alpen Kreuzer í fyrsta skipti en það stendur eins og stafur á bók að Tóti missir sig alveg í þeim gjörningi.
Þrýstingurinn er örugglega þokkalega hár hjá hestamanninum um þessar mundir þar sem hann ætlar að reyna að vera þrjú gull um helgina.
Góða helgi þið hin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snýst þetta allt um medalíur? Þú verður bara að mæta með eina jónu og láta hann mökka aðeins áður en hann tjaldar vagninum. Þá myndu nú gullinn koma fljúgandi á móti honum. Góða skemmtun og góða ferð!

Sobba (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 14:58

2 identicon

Er kannski kominn tími á Combi Camp? Þá þarf örugglega bara bauk til að halda kúlinu við tjöldunina....

Alma (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Klukk ....

Sunna Dóra Möller, 15.7.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband