12.7.2007 | 10:14
Útilega - og hestar
Í kvöld skal skunda á Dalvík og fylgjast með Íslandsmóti í hestaíþróttum. Hlakka til að hitta vini og kunningja, horfa á hesta og sofa í tjaldi. Gæti reyndar skrifað langa færslu um þá árlegu lífsreynslu að tjalda Alpen Kreuzer í fyrsta skipti en það stendur eins og stafur á bók að Tóti missir sig alveg í þeim gjörningi.
Þrýstingurinn er örugglega þokkalega hár hjá hestamanninum um þessar mundir þar sem hann ætlar að reyna að vera þrjú gull um helgina.
Góða helgi þið hin.
Þrýstingurinn er örugglega þokkalega hár hjá hestamanninum um þessar mundir þar sem hann ætlar að reyna að vera þrjú gull um helgina.
Góða helgi þið hin.
Athugasemdir
Snýst þetta allt um medalíur? Þú verður bara að mæta með eina jónu og láta hann mökka aðeins áður en hann tjaldar vagninum. Þá myndu nú gullinn koma fljúgandi á móti honum. Góða skemmtun og góða ferð!
Sobba (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 14:58
Er kannski kominn tími á Combi Camp? Þá þarf örugglega bara bauk til að halda kúlinu við tjöldunina....
Alma (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 22:19
Klukk ....
Sunna Dóra Möller, 15.7.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.