29.6.2007 | 23:38
Sjálfvaldir átthagafjötrar
Að heilsa og kveðjast er lífsins saga. Ég er betri í að heilsa en kveðja. Var að kveðja Árna og hans fólk sem flyst til Danmerkur á mánudaginn. Mátti sjá blika á tár; ekki á óþreyjufullum ferðalöngum heldur mér sem sit sem fastast og vil hvergi fara. Danmörk er ekki langt í burtu og þangað er hægt að komast ótt og títt fyrir lítinn pening. Samt á ég eitthvað erfitt með þetta, t.d. að geta ekki tölt upp í hverfi á síðkvöldum þegar börnin eru sofnuð og rætt málin við Árna spilandi á gítar og hafa ekki hugmynd um hvort að hann er að semja nýtt lag, hugsa upp nýja kvikmynd eða hvað? Dæmalaust hvað hægt er að vera eigingjarn, þetta er mál sem þarf að vinna í.
Líklega er ekki minnsta ævintýraþrá í heimasætunni fyrrverandi. Mér líður vel hér á mínum æskuslóðum, vill hafa kunnugleg fjöll í kringum mig og norðanáttina blása blítt á kinn.
Líklega er ekki minnsta ævintýraþrá í heimasætunni fyrrverandi. Mér líður vel hér á mínum æskuslóðum, vill hafa kunnugleg fjöll í kringum mig og norðanáttina blása blítt á kinn.
Athugasemdir
Skil þig ósköp vel. En þú verður að vera búin að undirbúa þig þegar ég flyt til Ástralíu :) Love, IH
Inga Heiða (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:56
IH Ástralía hvað?? Nú er nú kominn tími á að hittast:-I Sigga er ár síðan þú varst vígð? tíminn líður alltof hratt stelpur mínar. Kveðja
Klara (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 23:50
Haha .. það er á 40 ára planinu að flytja til Ástralíu :) Fer að styttast í árs vígslu afmæli, rosalega var gaman að hitta ykkur stöllur þá. Verðum að hittast við tækifæri, love IH
Inga Heiða (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.