26.6.2007 | 08:34
Að láta nauðga sér
Ég átti tal við konu um daginn sem sagði mér frá frænku sinni 17 ára sem hún hafði sérstakt dálæti á. Vinahópur frænkunnar ungu var á leiðinni á bæjarhátíð í Ólafsvík s.l. sumar en þá sagði frænkan unga nei takk, ég ætla ekki til Ólafsvíkur til að láta nauðga mér. Sumir eru varkárari en aðrir og við hlógum saman að þessu kommenti, konan og ég en jafnframt rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Stúlka þessi taldi öryggi sínu best borgið með því að sitja heima en hvað með hinar sem fóru, skyldu þær hafa látið nauðga sér? Enn einn misskilningurinn í sambandi við konur og kynlíf, konur láta ekki nauðga sér, þá væri verknaðurinn ekki nauðgun.
Athugasemdir
Það má nú vera að hún hafi einungis tekið svona til orða -þetta orðalag þekkist um þetta sem og annað t.d ég ætla nú ekki að fara á ball og láta berja mig og er þá verð að meina að viðkomandi verði fyrir því sem nefnt er.
Hitt er alveg satt og rétt hjá þér að það eimir því miður enn eftir af þessu hugsunar hætti að konur láti eða bjóði upp á það að vera nauðgað. Sem betur fer er sá hugsunar háttur á undan haldi.
Með kveðju úr höfuðborg mannanna
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 18:53
Hæ hæ Sigga mín, veit ekki hvort þú manst eftir mér en ég man vel eftir þér frá því að þú varst í MA á sínum tíma. Þú getur skoðað myndir af mér inn á síðu sonar míns ef þú ert ekki viss http://www.barnanet.is/georg.
Vona að þú hafir það sem allra best mín kæra og ég á eftir að kíkja oftar hingað inn
Kær kveðja Lauga
Sigurlaug Lára (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 11:50
Ég er algjörlega sammála þér Sigríður mín, mér finnst talað um þessi mál með of léttvægum hætti... það á nefnilega engin von á því að lenda í þessu sjálfur eða einhver sem við þekkjum vel.
En þetta er ömurleg umræða og verst þykir mér þegar konurnar / fórnarlömbin eru gerðar ábyrgar fyrir verknaðinn af því að þær voru svona eða hinseginn í framkomu, hegðun eða fataburði..
Ég held að þetta sé hreinlega fáfræði....
Gunna (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.