21.6.2007 | 23:09
Til hjálpar reiðubúin
Ég fær oft góðar hugmyndir þegar Tóti er ekki heima. Er að spá í að halda ræktunarmerinni sem við eigum með Elku frænku, áður en hann kemur heim. Spara honum ómakið. Þá þarf hann ekki að taka ákvörðun um hvaða hest sé best að nota, ég verð búin að því fyrir hann. Fæ Einsa bró með í samsærið og geri hann samsekan, svona til að dreifa áhættunni.
Athugasemdir
Ljóst hver ræður?!
Pétur Björgvin, 22.6.2007 kl. 08:54
Hehe, mér finnst þetta einstaklega hugulsamt af þér . Hugsa sér hvað þú ert góð, hann hefur heilmikið að gera, kemur örþreyttur heim og kemst að því að það er einu verkinu færra fyrir hann. Finnst hann ætti að þakka þér sérstaklega fyrir hjálpina...
Alma (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 21:15
Það er ekki að spyrja að göfuglyndi þínu. En er hún Drífa okkar köstuð? gæti ekki verið erfitt að koma öðru folaldi fyrir í maganum áður en hitt kemur út? Spurning bara að gefa henni "dripp" til að flýta fyrir köstun, hún yrði ábyggilega þakklát fyrir smá hjálp í því.. þá væru góðverkin orðin tvö
Elka (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 11:51
Alveg fínasta hugmynd hjá þér og sýnir hjálpsemi næstum úr hófi fram.
Ragnar Bjarnason, 26.6.2007 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.