Betri tíð

Lífið leikur við okkur hér í Túninu, sólin skin, fuglarnir syngja og kominn reiðmeistari á heimilið (sjá www.eidfaxi.is).
Við mæðgurnar ætlum að fara í pæjuferð í Reykjavíkurhrepp en þó enn fremur Akranes. Það býr aðalpæjan hún amma og hana hef ég ekki séð svo mánuðum skiptir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Túnverjar

Innilegar hamingjuóskir til Meistarans með áfangann..

Hann hefði nú í rauninni ekki þurft nein plögg, því hann er í eðli sínu sannur meistari

bestu kveðjur

Gunna og co

Gunna (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 12:39

2 identicon

Bestu kveðjur norður yfir heiðar Sigríður og haminjguóskir með reiðmeistarann á heimilinu sendir þinn gamli lærimeistari, kkv, gaj.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 16:04

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Sæl séra og til hamingju með bóndann.

En eitt verð ég að spyrja, ég hef hvergi getað lesið í hverju hann nákvæmlega að ljúka meistaraprófi í. Nú ert þú t.d. útlærð í guðfræði. Sumir taka bachelor og master í viðskiptafræði, aðrir í verkfræði o.s.frv.

Það er bara forvitni Rúnar sem er að spá í þetta.

Rúnar Birgir Gíslason, 3.6.2007 kl. 20:12

4 identicon

Hamingjuóskir til Tóta :)  Hvernig var svo á Akranesi?  Ekkert sérlega skemmtilegt gönguveður um helgina .. Sjáumst, kveðja Inga Heiða

Inga Heiða (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 07:55

5 identicon

Kærar þakkir fyrir allar góðar kveðjur.

Svo ég svari honum Rúnari þá er ekki um hefðbundið meistarapróf að ræða heldur meistara innan Félags tamningamanna. Svoldið skrítið og ekki nema von að þú velktist í vafa.

Inga Heiða, hún Þórgunnur veikist (eins og svo oft þegar að móðir hennar ætlar að gera eitthvað skemmtilegt) og því var setið heima og snýtt, snýtt.. en veðrið var ekki spennandi, það var huggun í því.

Sigríður Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband