Hvað er það sem þarf til?

Menntaskólinn Hraðbraut auglýsir í Fréttablaðinu í dag. Þar eru á mynd tvö ungmenni hvert öðru fallegra og gjörvulegra, 19 ár flugmaður sem útskrifaðist fyrir tveimur árum og 17 ára afrekskona í körfubolta sem er að ljúka stúdentsprófi. Svo spyr Menntaskólinn Hraðbraut þessari sakleysislegu spurningar: Hefur þú það sem til þarf?
Ég var ekki sammála Þorgerði Katrínu þegar hún vildi stytta framhaldskólann og útskrifa stúdenta á þremur árum. Kannski vegna þess að ég nennti aldrei að leggja hart að mér í námi og var því ekki nema rétt meðalskussi í skóla. En ekki síður vegna þess að ég á góðar minningar frá mínum framhaldsskólaárum, þar sem ég tók þátt í félagslífi, eignaðist frábæra vini og hafði tíma til þess að gera fleira en læra. Ég hefði aldrei komist á Hraðbraut. Margir af mínum skólafélögum vörðu miklu meiri tíma í námið en ég og sumir fengu mun hærri einkunnir. Hinsvegar voru líka nokkrir sem þurftu að leggja hart að sér til þess að halda áætlun. Þau hefðu ekki þurft að láta sig dreyma um að komast á Hraðbraut, því þau hafa ekki það sem þarf til, eins og auglýsingin spyr um. Ég er ekki viss um að unglingunum sem "hafa ekki það sem til þarf" finnist auðvelt að lesa auglýsinguna frá Hraðbrautinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Skil hvað þú ert að fara Sigga. En í tilviki Köru þekki ég aðeins til. Þessi stelpa er með efnilegri körfuboltakonum landsins, leggur mikið á sig þar og er í flestum landsliðum sem hún á möguleika á að vera í. Það fer töluverður tími í það. Hún virðist vera vel greind fyrst hún kemst í gegnum þennan skóla á 2 árum.

Mér finnst því bara rétt að hrósa fólki sem getur þetta. Sjálfur hefði ég aldrei getað það. En það er gott að fólki sé gefinn kostur á að klára þetta hraðar. Hugsa t.d. að í hennar tilviki sé hún að stefna á framhaldsnám í Bandaríkjunum og tengja það körfubolta. Því fyrr sem hún er búin með stúdent því fyrr kemst hún út og því fyrr kemst hún í betri aðstæður til að æfa körfubolta og verða betri. Sem nýtist svo íslenska landsliðinu.

Annað dæmi er besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, hún kláraði stúdent á þremur árum til þess að komast til Bandaríkjanna.

Mér finnst gott að þessi kostur er.

Rúnar Birgir Gíslason, 24.5.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband