17.5.2007 | 16:56
Stjórnarslit og pönnukökur
Það hafa orðið nokkur tíðindi í dag, bæði heima og heiman. Í fyrsta lagi (eins og allir viti það ekki) er þessu dæmalaust farsæla stjórnarsamstarfi lokið eftir 12 ár. Í annan stað bakaði ég pönnukökur sem heppnuðust, í tilefni af stjórnarslitunum. Ekki minni fréttir en að ríkisstjórnin segi af sér.
Þetta var nú ágætt allt saman. Nú verða vinstri menn og kratar að finna sér einhverja aðra en Framsóknarflokkinn til að kenna um allt sem aflaga fer. Bændur búi sig undir nýsjálensku leiðina í landbúnaði og svo göngum við léttir í lundu í EB. Eins gott að ég er komin upp á lag með að baka pönnukökur til að geta fagnað aukinni velferð sem samfylkingin hefur lofað okkur komist hún til valda.
Þetta var nú ágætt allt saman. Nú verða vinstri menn og kratar að finna sér einhverja aðra en Framsóknarflokkinn til að kenna um allt sem aflaga fer. Bændur búi sig undir nýsjálensku leiðina í landbúnaði og svo göngum við léttir í lundu í EB. Eins gott að ég er komin upp á lag með að baka pönnukökur til að geta fagnað aukinni velferð sem samfylkingin hefur lofað okkur komist hún til valda.
Athugasemdir
Góður eins og maður segir, þó það sé ekki í réttu kyni þegar um kvenmann er að ræða.
En það verður nú aldeilis yndislegt að vera Íslendingur þegar Solla bolla verður komin í ríkisstjórn. Ég get ekki beðið.
Rúnar Birgir Gíslason, 17.5.2007 kl. 18:48
Mér finnst ég greina fyrirstjórnartíðarspennu hjá þér frænka góð. Einhver svona pirringur út í það sem koma skal og við hverju við megum búast. En við getum alla vega búist við góðum pönnukökum þegar við höldum í Skagafjörðinn.
Ástarkveðja frá upprunalandinu.
Salla (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.