Kosið og ekki á allt kosið

Ein af minum æskuminningum er að horfa á Söngvakeppni sjónvarpsstöðva með móður minni. Pabbi vildi aldrei vera með í því, kannski af því að keppnin er alltaf haldin á háskaðræðistíma fyrir sauðfjárbændur. En hann tók eftir strax um 1980 að grannar gáfu grönnum stig, óháð því hvort lögin töldust spennandi eða ekki. Svona er þetta greinilega enn. Ég er spenntari fyrir seinni talningu kvöldsins, reikna með að hún snerti mig meira persónulega í orðsins fyllstu merkingu. Þau úrslit kunna að koma við mann þar sem maður er viðkvæmastur fyrir, þ.e.a.s í veskinu. Fannst vanta brand í framsóknarmenn fyrir þessar kosningar, þá meina ég frambjóðendurna. Varla nokkur maður sem tekur stór upp í sig lengur í þessum flokki, Dóri gamli Ásgríms mátti þó eiga það að hann varð alltaf skotfastur fyrir kosningar, viðskotaillur og dáldið agressívur. Helst sunnlenski blaðamaðurinn sem lætur eitthvað að sér kveða. Enda óhætt að leggjast á árarnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

En er þetta ekki þreytt umræða ,,grannar gefa grönnum stig" - ég meina er nokkuð að því: Að minnsta kosti hljómar hér í útvarpinu á Akureyri: ,,Kjósum Akureyring á þíng"

Pétur Björgvin, 12.5.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Jú, jú, hún er mjög þreytt en engu að síður skýrir það að einhverju leyti snautlegt gengi Íslands í keppninni undanfarið. Ég fagna hinsvegar sigurlaginu í ár, gott lag flutt af fullklæddri söngkonu. Þetta kom skemmtilega á óvart.

Sigríður Gunnarsdóttir, 13.5.2007 kl. 01:10

3 identicon

Já, og engir berir dansarar.

Alma (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband