10.5.2007 | 15:49
Bækur og ljóskur
Sóknarpresturinn á Siglufirði hefur ekki þreytst á að segja mér brandara undanfarnar vikur. Marga þeirra hafði ég heyrt en var búin að gleyma þeim. Til dæmis þennan:
Tvær ljóskur ætluðu að gleðja þá þriðju með gjöf. Þá segir önnur: Eigum við að gefa henni bók? Hin svarar: Nei, við skulum ekki gera það. Hún á bók.
Athugasemdir
Hí hí .. hvernig væri heimurinn ef það væru engar ljóskur í honum til að skemmta fólki ?? Það myndi amk vanta okkur og það er slæmt! En annars er hrikalegt fyrir fólk með stærðfræðifóbíur (eins og mig) að kommenta á Mogga blogg .. hvað ef ég legg saman vitlaust, ætli tölvan fari að hlægja ... osfrv? Virkilega stressvaldandi .. en ég reyni mitt besta. Vona að kjördagurinn verði bjartur og fagur. Kiss kiss, Inga Heiða
Inga Heiða (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.