8.5.2007 | 12:37
Gaman að lifa með og án lifrarpylsu
Það er svo frábært að lifa og vera til. (Nú sannfærast einhverjir um að ég sé með geðhvörf og í dag sé uppsveifla). En í morgun virtist litla skottið hún Þórgunnur vera heil heilsu í fyrsta sinn í margar vikur. Slíkt gleður móðurhjartað ósegjanlega. En til marks um bata gúffaði Þórgunnur í sig næstum hálfum lifrarpylsukepp með hafragrautnum og hefði viljað meira en við stoppuðum hana af. Ekki viljum við að barnið fái átröskunarsjúkdóma fyrir tveggja ára aldur. Ég skil ekki lifrarpylsu. Mér finnst hún svo ógeðslega vond eins og allt sem búið er til úr lifur. Fyrir vikið get ég ekki hugsað mér að fara á danska kúrinn, því ég hef séð að þar spilar lifur stórt hlutverk. Mig langar ekkert sérstaklega á danska kúrinn, get eiginlega ekki hugsað mér það. Af því að ég borða ekki lifur get ég ekki farið á danska og held því áfram að borða allt sem mér þykir gott, auðvitað.
Í gærkvöldi var fundur hjá Þroskahjálp í Skagafirði og Hún. Fyrir fáum mánuðum vissi ég varla að sá félagsskapur væri til en skyndilega er ég orðin formaður í sama félagi. Margt kemur manni á óvart en enginn annar fékkst í verkið. Þetta var fínn fundur, ráðgjafar frá Sjónarhóli og Landsamtökum Þroskahjálpar kynntu starfsemi sína og héldu áhugaverð erindi. Það er þó nokkur pakki að setja sig inn í allt sem varðar málefni fatlaðra.
Börnin mín skipuleggja Eurovision partý á fimmtudagskvöldið. Öllu heldur skipuleggur Eymundur Ás og Þórgunnur kemur með eins atkvæðis athugasemdir á réttum stöðum. Þá skal vera í boði pitsa bökuð af okkur mæðginum. Hann Eymi Ás Sigguson er ákveðin í að teyga bikarinn til botns og ekki þarf að tilefnið að vera stórt svo hægt sé að halda partý.
Er á leiðinni til Siglufjarðar, kannski í síðasta skipti í embættiserindum. Kann vel við Siglfirðinga og hef átt við þá gott samstarf og uppbyggileg samskipti.
Í gærkvöldi var fundur hjá Þroskahjálp í Skagafirði og Hún. Fyrir fáum mánuðum vissi ég varla að sá félagsskapur væri til en skyndilega er ég orðin formaður í sama félagi. Margt kemur manni á óvart en enginn annar fékkst í verkið. Þetta var fínn fundur, ráðgjafar frá Sjónarhóli og Landsamtökum Þroskahjálpar kynntu starfsemi sína og héldu áhugaverð erindi. Það er þó nokkur pakki að setja sig inn í allt sem varðar málefni fatlaðra.
Börnin mín skipuleggja Eurovision partý á fimmtudagskvöldið. Öllu heldur skipuleggur Eymundur Ás og Þórgunnur kemur með eins atkvæðis athugasemdir á réttum stöðum. Þá skal vera í boði pitsa bökuð af okkur mæðginum. Hann Eymi Ás Sigguson er ákveðin í að teyga bikarinn til botns og ekki þarf að tilefnið að vera stórt svo hægt sé að halda partý.
Er á leiðinni til Siglufjarðar, kannski í síðasta skipti í embættiserindum. Kann vel við Siglfirðinga og hef átt við þá gott samstarf og uppbyggileg samskipti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.