Þetta var nú meiri dagurinn. Ætla samt ekki að fara út í nein smáatriði, því þá fer ég að hljóma eins og konan sem var búin að fá alla sjúkdóma nema pungsig. En það verður ágætt að fara í vinnuna og hitta Siglfirðingana á morgun.
Guðspjallstexti morgundagsins er svo yndislegur, þú hefur gott af því að lesa hann:
Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður. Ég kalla yður ekki framar þjóna, því þjónninn veit ekki, hvað herra hans gjörir. En ég kalla yður vini, því ég hef kunngjört yður allt, sem ég heyrði af föður mínum. Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt, sem varir, svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni. Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. Jh. 15.12-17
Athugasemdir
Ægilega er þetta falleg kveðja.. heyri í þér við tækifæri mín kæra og vonast til þess að allir heimilismeðlimir nái heilsu sem fyrst, það tekur á að standa í svona sóttarstandi ;o)
bestu kveðjur
Gunna (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.