3.5.2007 | 06:26
Gullfoss og Geysir
Þessa daga þakka ég Guði fyrir þennan Wirlpool sem framleiddi þvottavélina mína. Hér hefur geysað ælupesti og "niðurpest" eins og Eymundur segir. Það var á föstudagskvöldið var sem heimasætan tók sig til og ældi um öll gólf. Hún jafnaði sig ekki fyrr en á mánudegi. Í fyrradag kom heimilisfaðirnn heim, grænn í framan og tók að gubba og spúa eins Geysir á góðum degi. Nóttin í nótt hefur ekki verið svensöm því einkasonurinn veiktist á þriðja tímanum. Nú situr hann í baði og segist vera að reyna að losna við þennan "æling". Og Wirlpool malar eins og kötttur í þvottahúsinu.
Athugasemdir
Sæl og blessuð. Ljót er saga þín af heilsufari á heimilinu. .
Jafngott að ég koma ekki í heimsókn. það var sko allt Guggu að kenna .Hún sagðist ekki vilja fá mig í heimsókn sko.
Heyri í þér fljótlega
Sólborg (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.