Spennandi tímar

Það er frábært að vera Skagfirðingur þegar sæluvikan gengur í garð. Ætla að ræsa út allar barnfóstur fyrr og síðar og reyna að komast á sem flest sem er í boði.
Lærði heilan helling fyrir og á flugslysaæfingunni og kynntist skemmtilegum konum sem eru með mér í áfallateymi. Ég get varla hugsað mér neitt kristilegra en starfa í áfallateymi og sinna fólki sem er í aðstæðum sem enginn vill lenda í. Svona getur maður verið skrítin.
Prédikaði í Sauðárkrókskirkju í dag í 25°hita og bjóst ekki við að neinn kæmi, en viti menn fullt af fólki. Svo var rölt á barinn og sest á héraðsfund. Hef ekki grænan grun um hvað er langt síðan að ég kom síðast inn á Mælifell en það gætu verið allt að tíu ár, hugsið ykkur. Það er bara svona að vera kona, eins og hún Marta segir stundum.
Heimasætan átti slæma helgi; ælupesti í fyrrakvöld og nótt, einhver óskilgreind veiki í dag og svo datt hún ofan af eldhússtól til að toppa sig, nýbúin að borða og gubbaði út í öll horn í beinu framhaldi. Hún er voðalega sóttköld eins og sumir ættingar hennar og heimilisfaðirinn var orðinn andlega úrvinda þegar héraðsfundinum loksins lauk.
Ef að heilsa heimasætunnar leyfir langar mig fram á Kjálka að skoða litlu lömbin á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þori nú varla að segja hvað það eru mörg ár síðan að ég kom inn á "barinn" en þau eru víst eitthvað fleiri en 10....

Þarf ég virkilega að fara að stunda stærðfræði til þess að geta kommentað hjá þér???? 

Ásta (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 23:43

2 identicon

Ég væri til í að taka þátt í Sæluvikunni með þér.  Enn meira langar mig þó á Kjálkann og skoða litlu lömbin.  Það eru MÖRG ár síðan ég hélt síðast á nýfæddu lambi og tæki það sko meira að segja framyfir að fara á Barinn hí hí .. Sú var tíðin!

Inga Heiða (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:34

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Las að presturinn á Króknum væri að hætta í haust, tekur þú við?

Eða munt þú leysa Gísla af næsta vetur þar sem hann verður í Baunalandi?

Rúnar Birgir Gíslason, 1.5.2007 kl. 14:52

4 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Athyglisverð spurning:-)

Sigríður Gunnarsdóttir, 1.5.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband