Heim á ný

Alltaf gaman að koma til Bangsapabba sagði Lilli klifurmús. Alltaf gaman að koma á suðvestur hornið en þó enn skemmtilegra að koma heim aftur.
Heimsóttum stoðtækjafræðing, taugalækni og röngendeild sem skaut nokkrum myndum af Eymundi Ás. Líklegt að við þurfum að koma aftur þegar verður búið að skoða myndirnar.
Heimsóttum allar heimsins föðursystur, föðursystir barnanna minna og báðar föðursystur mínar og fengum Ingu Heiðu og Gunnu Jóns í heimsókn til okkar. Sá framsóknarmanninn og konu hans í mýflugumynd. Óvæntasta ánægjan var að hitta gamlan skólafélaga og frænda, Vigfús Bjarna prest á Barnaspítalanum og Laxmýrung. Var næstum því búin að gleyma honum, þó það sé eiginlega ekki hægt. Annan Aðaldæling fundum við líka í Eymundsson sem pakkaði inn fermingargjöfum í akkorði.
Lögðum okkar að mörkum til að halda hagvextinum uppi með því að styrkja ýmsa kaupmenn á höfuðborgarsvæðinu. Hef oft heyrt mæður tala um að þær kaupi ekki neitt á sig, endi alltaf með að kaupa föt á börnin. Ég var einbeitt og meðvituð í Kringlunni og tók stóran sveig framhjá barnafataverslunum. Kom heim með nýja kápu og nýja skó.
Hestamaðurinn reið ekki feitum hesti frá þessum túr. Hrossið var með almenn andmæli og mótbárur við því sem það átti að gera. Mér datt í hug hvort hesturinn væri komin með keppnis-óþol og finndist kannski bara keppnir óþolandi? Margt býr í hesthausnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast :)  Fyndinn pistill!

Inga Heiða (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband