28.3.2007 | 21:43
Máttur miðlanna
Úff, þessi Nigella! Tóti er farinn í Hlíðó að kaupa ís og ég, fullkomlega meðvirk er byrjuð að græja heita karamellusósu. Förum svo í kólesteról og blóðþrýstingstékk eftir páska. Ef Guð lofar.
Athugasemdir
Var svo svekkt yfir því að sitja ekki með blað og blýant yfir ísparti þessa þáttar, tókstu niður hlutföllin? Endilega sendu mér póst og segðu hvernig smakkaðist. Maður hefur gaman af Jamie Oliver en maður slefar yfir Nigellu! Hún hefur líka hold á beinunum sem segir mér að þetta sem hún eldar sé vert að borða líka
Kv.
Ein með sleftauminn niður á bringu!
Alma (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:08
Við sátum líka yfir Nigellu, þetta er uppáhaldsþátturinn hans Vignis og hann fyllist alltaf þvílíkum framkvæmdaanda og vill fara að baka og elda.... það versta er að hann vill gera eins og Nigella og sleppa öllum uppskriftarbókum. Hans uppskriftir bragðast því miður ekki eins og vel og hennar
Ásta (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:38
Góðar fréttir eru að á netinu http://www.ruv.is/nigella/ er hægt að finna uppskriftirnar hennar. Ekki slæmt það :o) Ég fékk einmitt vatn í munninn þegar ég sá heitu karamellusósuna hennar bara það besta sem ég fæ.
Marta (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.