27.3.2007 | 20:55
Báðir græddu
Stebbi á Keldulandi var gjarnan í hestakaupum í gamla daga og taldi sig oft hagnast á slíkum viðskiptum. Einu sinni var hann að segja frá hestakaupum og bætti svo aftan við söguna. Við græddum báðir. Rifjaðist upp fyrir mér þegar laganemar komust í fréttir fyrir að bjóða útlendingum upp á ókeypis lögfræðiaðstoð. Slíka aðstoð hafa laganemar veitt Íslendingum til margra ára. Þá datt mér í hug að guðfræðinemar ættu að bjóða upp á sálgæslu, að sjálfsögðu ókeypis. Alltaf best þegar báðir græða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.