6.3.2007 | 13:23
Af Rómarvillu og kenjóttum kokkum
Nú veit heimasætan fyrrvernandi ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Góðir menn í prestastétt hafa fengið þá furðulegu flugu í höfuðið að sameinast kaþólsku kirkjunni. Mér hugnast það ekki beinlínis. Þeir verða þá að létta dálítið upp á sér þarna í Róm, t.d. í sambandi við getnaðarvarnir, fóstureyðingar og prestvígslu kvenna.
50% heimilisfólksins er komið á fúkkalyf. Frumburðurinn fékk ígerð í fingur og móðir hans sem hefði ekki látið kíkja á sig, nema af því að hún þurfti hvort eð var að fara með drenginn, greindist með streptókokka. Það eru slæmir kokkar. Kokkarnir í Skaffó eru hinsvegar fyrirmyndar kokkar, mæli með þeim.
Athugasemdir
íslenska útrásin lætur ekki að sér hæða, þetta er sko bara smá misskilningur. VIÐ erum að hugsa um að yfirtaka páfadæmið allt og koma á vissum endurbótum.
Pétur Björgvin, 13.3.2007 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.