Af Rómarvillu og kenjóttum kokkum

Nú veit heimasætan fyrrvernandi ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Góðir menn í prestastétt hafa fengið þá furðulegu flugu í höfuðið að sameinast kaþólsku kirkjunni. Mér hugnast það ekki beinlínis. Þeir verða þá að létta dálítið upp á sér þarna í Róm, t.d. í sambandi við getnaðarvarnir, fóstureyðingar og prestvígslu kvenna.

50% heimilisfólksins er komið á fúkkalyf. Frumburðurinn fékk ígerð í fingur og móðir hans sem hefði ekki látið kíkja á sig, nema af því að hún þurfti hvort eð var að fara með drenginn, greindist með streptókokka. Það eru slæmir kokkar. Kokkarnir í Skaffó eru hinsvegar fyrirmyndar kokkar, mæli með þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

íslenska útrásin lætur ekki að sér hæða, þetta er sko bara smá misskilningur. VIÐ erum að hugsa um að yfirtaka páfadæmið allt og koma á vissum endurbótum.

Pétur Björgvin, 13.3.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband