Heimsent kleinupartý

Ekki þarf mikið til að gleðja mig eins og margur veit. Tindastólsbörn glöddu mig ósegjanlega á laugardaginn var. Klukkan hálf fjögur þegar að við erum í þann mund að drekka miðdag eins og sagt er í útlöndum, er bankað. Þar var komin stúlka að falbjóða nýsteiktar kleinur til styrktar ungmennafélaginu Tindastóli. "Höfum bara partý..." sagði frumburðurinn og það varð úr; kleinupartý. Er virkilega ánægð með Tindastólsbörnin, þau koma reglulega og losa okkur við tómar dósir og flöskur en volgar kleinur.. þá kastaði tólfunum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hingað til hefur Alma fært mér nýsteiktar kleinur ókeypis.  Ég vona að hún fái engar flugur í höfuðið við að lesa þetta blogg...

Hrefna (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 11:41

2 identicon

Humm, ég ætti kannski að heimta dósir í staðinn???

Alma (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband