26.2.2007 | 22:33
Heimsent kleinupartý
Ekki þarf mikið til að gleðja mig eins og margur veit. Tindastólsbörn glöddu mig ósegjanlega á laugardaginn var. Klukkan hálf fjögur þegar að við erum í þann mund að drekka miðdag eins og sagt er í útlöndum, er bankað. Þar var komin stúlka að falbjóða nýsteiktar kleinur til styrktar ungmennafélaginu Tindastóli. "Höfum bara partý..." sagði frumburðurinn og það varð úr; kleinupartý. Er virkilega ánægð með Tindastólsbörnin, þau koma reglulega og losa okkur við tómar dósir og flöskur en volgar kleinur.. þá kastaði tólfunum!
Athugasemdir
Hingað til hefur Alma fært mér nýsteiktar kleinur ókeypis. Ég vona að hún fái engar flugur í höfuðið við að lesa þetta blogg...
Hrefna (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 11:41
Humm, ég ætti kannski að heimta dósir í staðinn???
Alma (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.