Kommakomment koma heimasætu í koll

Er þetta frétt? Hefði verið fréttnæmara ef að allir vinstri grænu hefðu komið á hjóli og strætó. Hann hlýtur að hafa verið próflaus þessi eini á hjólinu.

Svona leit bloggfærsla út sem ég skellti á netið í morgun, eftir að hafa lesið "frétt" um að allir nema einn hafi komið keyrandi á einkabíl á landþing Vinstri grænna. Þori ekki fyrir mitt litla líf að kommenta á fréttir framar, fékk yfir 20% þjóðarinnar, skv.skoðanakönnunum, þ.e.a.s alla Vinstri hreyfinguna grænt framboð upp á móti mér á einu augabragði. Sjálfskipaður talsmaður þeirra er varaþingmaður úr norðaustur kjördæmi. Hann sá alls ekkert fyndið við þessa frétt og ég ætla ekki að birta það sem hann hafði að athuga við mitt blogg, gaurinn getur notað sín eigin vefsvæði til að skamma fólk og vera leiðinlegur. En til að fyrirbyggja allan misskilning, þá var þetta aulablogg mitt ekki illa meint, síður en svo. Ég veit svo sem alveg að formanni hjólamannafélagsins þykir trúlega bara ágætt að fara sinna ferða á hjóli og ég bið hann hér með afsökunar á að láta mér detta annað til hugar en viðkomandi hafi full ökuréttindi og bið honum allrar Guðs blessunar.
Enginn skal þó hafa mig ofan af því að fréttnæmara hefði talist ef að allir vinstri grænu fundarmennirnir hefðu mætt hjólandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt nú að Vinstri Grænir væru umhverfisvænir og myndu því telja sjálfsagt að mæta á hjólhesti eða notast við almenningssamgöngur. Las það um daginn að það væri lenska hjá landanum að hver og einn æki einsamall í sínum bíl til vinnu og hvert sem væri og nú er mér spurn, skyldu þeir grænu  hafa ferðast á sitt þing einn í hverjum bíl og þess vegna öll bílastæði full???

Alma (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 18:55

2 identicon

Sælinú nafna mín. Þetta heitir sko að "hjóla í liðið". Stattu þig stelpa :)

              Sigga Zoëga (alveg örugglega ekki vinstri græn!)

Sigríður Zoëga (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

Hæ Sigga.  Gleymdist að segja frá mér og hinum þrem sem komu labbandi á fundinn?  Ég verð nú bara súr.  Það var ekki einu sinni dekkjaslit hjá mér.

Ég er að hugsa um að koma hjólaskautum inn í stefnuskrána.  Gaman að kíkja á bloggið þitt.

Kveðja.....

Jónína Hjaltadóttir, 26.2.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband