Allir verða hamingjusamir?

Þolrifin í mér eru ekkert sérstaklega þolin en nú eru þau nærri þanmörkum. Veikindi heimasætunnar ætla engan endi að taka. Ef að ég er heppinn þá fær hún útbrot í dag eða morgun og þetta er myslingabróðir. Og allir verða hamingjusamir. Þessi tilvitunun er í Snorra Dónaldsson heimilislækni á Sauðárkróki.

Góðu fréttirnar eru að ég keypti sex flugmiða áðan, til Hollands. Kemur það nokkrum á óvart? Maður verður bara eitthvað svo frústereraður....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki eru góðu fréttirnar af lakara taginu í Jöklatúninu.  Verð að sitja heima og lesa þetta árið þó svo að Hollands/Þýskalandsferð hafi verið á planinu þið takið þetta vel út þetta árið fyrir okkur svona í leiðinni. Vonandi fer skvísan að lagast. Bestu kveðjur úr sveitasælunni!

Klara (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 22:27

2 identicon

Þetta er ótrúlegt með veikindin hjá blessuðum börnunum.  Höfum staðið í svipuðu, það er tekur eitt við af öðru.  Þó þau séu núna í leikskólanum býð ég eftir því að hringt verði og ég látin sækja því annað hvort er komið með hita, óstöðvandi hósta eða uppköst :-)

Gugaa (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 11:32

3 identicon

Er ég að fara með ykkur fjölskyldunni til Hollands?  viltu útskýra nánar þessa ferð og 6 miða kaupin?

Inga Heiða (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband