5.2.2007 | 08:37
Ekki baun
Úff, það er bísna skelfileg tilhugsun að vera heima með veikt barn og vera kaffilaus. Kaffibaunalaus að minnsta kosti, gæti hugsanlega leynst malað kaffi einhvers staðar ef vel væri leitað.
Helgin var alveg rosalega skemmtileg. Byrjaði á að skíra Gabríel Jökul, fyrrum nágranna minn og að því loknu fórum við hjónin yfir í Hóla og fórum í góðra vina hópi á þorrablót. Oftast og yfirleitt klikka Hóla-og Viðvíkurblótin ekki en þetta var alveg frábært. Bjarki frá Hofdölum ætti að fá tilnefningu til Óskars fyrir einstæða túlkun á Geir Haarde og Pálma í Garðakoti, Einar Svavars átti sömuleiðis stórleik og allir stóðu sig geysilega vel.
Athugasemdir
Oh, vildi óska að ég gæti sent þér rjúkandi heitan kaffibolla úr Kaffitár (nýja uppáhalds kaffihúsinu mínu í Bankastræti) Baráttukveðjur!
Inga Heiða (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.