29.1.2007 | 22:03
Saumaklúbbur í aðsigi
Jæja, nú tek ég töluverða áhættu: Tölvupósturinn minn er bilaður og því ætla ég að auglýsa saumaklúbb á öldum veraldarvefsins. Sem sagt, þið sem eruð í sama saumaklúbbi og ég, verið velkomnar á sama tíma, sama stað..
Til útskýringa fyrir sauðsvartan almúgan, þá erum við nokkrar ungar og uppteknar konur úr dreifðum byggðum Skagafjarðar saman í saumaklúbb. Við þurfum alltaf að minna hvor aðra á, því við þurfum að muna svo margt annað . Stundum eru karlarnir okkar ekki heima (þegar þeir ættu með réttu að vera heima að gæta barna sinna), þá þarf að græja pössun o.sv.frv. Þannig að það veitir ekki af að auglýsa saumaklúbb á mánudegi, eigi hann að vera á fimmtudegi.
Athugasemdir
Takk fyrir að láta mig vita. ég mæti :)
Inga Heiða (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 17:00
Já, vertu velkomin, kæra frænka.. tekur þú ekki Gunnu Jóns með þér.. og fyrst þú ert komin í Seljahverfið, kipptu þá Sobbu með líka:-)
Sigríður Gunnarsdóttir, 30.1.2007 kl. 22:21
Mikið hlakka ég til að hitta Reykvískar dömur á fimmtudagskvöld..
Helga Sjöfn (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 13:02
Það er sko ekki vitlaus hugmynd að kippa þeim stöllum með! Við ættum kannski bara að koma á hverju ári í svona "gesta"saumaklúbb .. það væri mergjað! Við myndum sko poppa þetta upp með sögum úr sódómu!
Inga Heiða (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.