25.1.2007 | 17:30
Ísland er handboltaþjóð
Merkilegur dagur á mánudaginn var en þá horfuðum við mæðgin í fyrsta sinn saman á handboltaleik. Leikurinn byrjaði mjög vel, strákarnir okkar komust strax yfir. Eymundur Ás hrópaði við hvert mark: Við vinnum! eða Við erum búin að vinna! Ísland vinnur og fleira í þeim dúr. En ég sem er jafn gömul og á grönum má sjá og hef horft á svo marga handboltaleiki sem byrjuðu vel, var sífellt með úrtölur og reyndi að útskýra fyrir ungviðinu að það væri ekki spurt fyrr en að leikslokum.
Eymundur Ás er ungur og bjartsýnn og naut þess örugglega mun betur en ég að horfa á leikinn í sinni sigurvissu. Ég beið milli vonar og ótta eftir slæma kaflanum; sem kom aldrei.
Athugasemdir
Ég ætlaði sko ekki að horfa á sjálfsmorð í beinni en var neydd til þess af öðrum fjölskyldumeðlimum. Og síðan sat ég einmitt og reyndi að smita þá með svartsýni minni en það tókst ekki betur en svo að ég var farin að hoppa um öll gólf um miðja seinni hálfleik....
Ásta (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.