Þorrinn á næsta leyti

Klassískt þorraveður þessa dagana, frost á Fróni eins og segir í laginu. Ég sé varla fram á að komast á nokkurt þorrablót, allavega ekki með Tótanum mínum. Ýmist eru messur "skömmu" eftir þær samkomur eða Tóti ekki viðlátinn. Hann þarf ýmist að vera í skólanum eða erlendis. Rifjaðist upp fyrir mér hvernig sóknarprestur einn hafði það, ekki fyrir svo löngu síðan meir að segja, en hann sagði einfaldlega við sóknarbörn sín: Hva, ætlið þið ekki að bjóða prestinum á þorrablót? Sem þau gerðu, auðvitað:-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband