Af bókaláni og óláni

Ég fór á bókasafnið í gær. Skilaði bók sem ég fékk lánaða fyrir tveimur árum og hef verið hundelt af bókavörðunum fyrir. Meir að segja hitti ég bókavörð á Skólavörðustígnum í haust sem beraði tennurnar og gerði mér það ljóst að ég yrði að skila þessari bók, sem ég var þó búin að framlengja ca. 20 sinnum síðan ég tók hana. Ég lánaði hana nefnilega þriðja aðila og það var Agnar á Miklabæ. Mér varð til happs að kona ættuð úr Bolungavík er farin að vinna á bókasafninu. Hún hefur þekkt Agnar frá því hún var barn og sýndi m´r mikinn skilning og stuðning í þessu máli.

En ég tók fjórar aðrar bækur, eina ljóðabók sem var tilnefnd til verðlauna fyrir jólin. Af tillitssemi við höfundinn ætla ég ekki að nefna bókina, en sannast sagna er ég ekki hrifin af því sem ég hef lesið í henni.

Svo tók ég eina þýdda bænabók, hún er ætti að vera til á hverju heimili. eina þýdda sögu eftir franskan nóbelsverðlaunahöfund og einn íslenskan krimma eftir Ævar Örn Jósepsson. Líst verulega vel á þá bók. Hún verður spænd upp um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha .. fyndið!  Ég hélt að bókasöfnin væru komin með handrukkara!  Gangi þér vel í lestrinum.

Inga Heiða (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 12:45

2 identicon

sæl

ég les Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi á milli gjafa.. sé fram á að hún endist mér fram á vorið.. sem passar, þá get ég farið að tölta á safnið..

skemmtu þér vel við lesturinn

kveðja

BI

Berglind Indriða (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband